Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ESB-stoð - 569 svör fundust
Niðurstöður

Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?

Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vef...

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB? - Myndband

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...

Evrópski lögregluskólinn

Evrópska lögregluskólanum (fr. Collège européen de police, CEPOL) var komið á fót árið 2000 með ákvörðun ráðsins (nr. 2000/820/JHA) og hafði aðsetur tímabundið í Kaupmannahöfn í Danmörku. Árið 2005 var ákveðið að gera evrópska lögregluskólann eina af sérstofnunum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðsins (nr. 2005/68...

Njóta fátækustu ríki heims sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið já, fátækustu ríki heims njóta sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu. Allt frá árinu 1971 hefur Evrópusambandið veitt þróunarríkjum aukinn markaðsaðgang að sambandinu, meðal annars með því að veita þeim tollfríðindi við innflutning á vörum á grundvelli almenns tollaívilnanakerfis (e. ...

Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst eru engar evrópskar reglur til sem kveða á um að í Evrópusambandinu sé borgurum óheimilt að rækta grænmeti í görðum sínum. Engar heimildir er heldur að finna fyrir því að þessu hafi nokkurs staðar verið haldið fram, en eins og komið hefur fram í öðrum svörum á Evrópuvefnum e...

Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?

Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Vegna sterkra efnahagslegra tengsla við Bretland ákváðu Írland, Nore...

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Samvinna Evrópu og Miðjarðarhafslanda

Samvinna Evrópu og Miðjarðarhafslanda (e. Union for the Mediterranean) er samstarfsvettvangur 43 ríkja; Evrópusambandsríkjanna 28 og 15 ríkja í Norður-Afríku, Miðausturlöndum og Balkanskaganum. Þessi ríki eru: Albanía Máritanía Alsír Mónakó Bosnía og Hersegóvína Hernumdu svæðin í Palestínu ...

Er ekki sjálfsagt að auka gegnsæi og hugsanlega traust með því að starfsmenn Evrópuvefsins gefi upp afstöðu sína til aðildar að ESB?

Þetta kann vissulega að virðast eðlileg spurning nú á dögum en ekki er allt sem sýnist. Starfsmenn Evrópuvefsins (EV) hafa ekki frekar en flestir aðrir skýra eða mótaða „afstöðu“ til stórmála eins og aðildar að ESB. Margir eru leitandi í viðhorfum til þess konar mála og forðast ótímabæra afstöðu, til dæmis áður...

Er hugmyndafræði ESB byggð á sósíalisma?

Ef hægt er að tala um sérstaka hugmyndafræði Evrópusambandsins þá er hún varla byggð á einni tiltekinni stjórnmálastefnu því að helstu áhrifavaldar hennar eru ríkisstjórnir sem skipaðar eru flokkum með mismunandi hugmyndafræði. Ekki má heldur gleyma sérstökum hagsmunum aðildarríkja sem þau beita sér fyrir óháð rík...

Af hverju er haldið upp á Evrópudaginn 9. maí?

Hinn 9. maí árið 1950 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að Frakkar vildu byggja upp nýja Evrópu samstöðu og friðar. Þetta ætluðu Frakkar að gera ásamt V-Þýskalandi og öðrum þeim Evrópulöndum sem vildu taka þátt. Schuman lagði til að stofnuð yrðu yfirþjóðleg samtök sem færu með ...

Hefðbundin endurskoðunarmeðferð

Sáttmálum Evrópusambandsins er hægt að breyta eftir tveimur leiðum. Annars vegar í samræmi við hefðbundna endurskoðunarmeðferð og hins vegar með einfaldaðri endurskoðunarmeðferð (48. grein sáttmálans um Evrópusambandið, SESB). Hefðbundinni endurskoðunarmeðferð má lýsa með eftirfarandi hætti: Ríkisstjórn hvaða ...

Úr hvaða sjóði ESB gæti íslensk björgunarsveit hugsanlega fengið styrk til að halda námskeið fyrir evrópskar björgunarsveitir á Íslandi?

Í fljótu bragði virðast geta verið tveir möguleikar í stöðunni: Almannavarnaáætlun ESB eða Grundtvig hluti menntaáætlunar ESB. Hvort verkefnið uppfylli hin nákvæmu skilyrði áætlananna verður ekki svarað í þessu stutta svari heldur vísað þangað sem nálgast má frekari upplýsingar. *** Það er rétt að styrkjaker...

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum (fr. Groupe des conseillers pour les relations extérieures, RELEX) starfar undir ráði Evrópusambandsins og fæst við lagaleg, stofnanaleg og fjárhagsleg atriði sem tengjast framkvæmd sameiginlegu stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Vinnuhópurinn samanstendur af 28 r...

Frjálslynt lýðræði

(liberal democracy) er haft um þá stjórnskipun sem algengust er á Vesturlöndum nú á dögum. Það einkennist m.a. af skorðum sem ríkisvaldi eru settar með lögum, af fulltrúalýðræði, stjórnarandstöðu með viðurkennd réttindi, markaðshagkerfi og frjálsri fjölmiðlun. Ýmis ríki sem hafa sótt um aðild að ESB hafa þurft að ...

Leita aftur: