Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ESB-ríki - 631 svör fundust
Niðurstöður

Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?

Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta. *** ...

Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA

Fríverslunarsamtök Evrópu (European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð með Stokkhólms-samningnum árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist verulega saman en fimm af stofnríkju...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli? - Myndband

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar -- frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. This text w...

Hver eru opinber tungumál Evrópusambandsins?

Í Evrópusambandinu eru þjóðtungur allra aðildarríkjanna 28, samtals 24 tungumál, skilgreindar sem opinber tungumál sambandsins. Þetta á að tryggja jafnræði íbúa aðildarríkjanna óháð því hvert móðurmál þeirra er. Í daglegum störfum innan stofnana og meðal starfsfólks sambandsins er að mestu stuðst við ensku og frön...

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

Njóta Færeyjar einhverra tengsla við ESB gegnum samband sitt við Danmörku?

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndunum en eyjarnar tilheyra formlega Danmörku. Færeyjar eiga ekki aðild að Evrópusambandinu þar sem Landsþing Færeyja, æðsta stjórnvald landsins, ákvað að standa fyrir utan sambandið þegar Danmörk gekk í það árið 1973. Það voru einkum tveir þættir sem réðu...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli?

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar – frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. Styrktarsjóðum og ...

Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?

Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta Inte...

Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?

Nóbelsnefnd norska Stórþingsins tilkynnti þann 12. október að Evrópusambandið mundi hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar um ákvörðunina segir svo, í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar: Sambandið og fyrirrennarar þess hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, ...

Ég er að fara með 100 manna kór ungmenna til Þýskalands í sumar, getið þið sagt okkur hvort ESB styrki kórferðalagið?

Íslendingar eru þátttakendur í margvíslegum styrkjaáætlunum Evrópusambandsins sem eiga sameiginlegt það meginmarkmið að stuðla að samstarfi borgara frá ólíkum löndum. Til þessara áætlana er hægt að sækja um styrki fyrir verkefni sem tengjast meðal annars menntun, ungmennastarfi, menningu og listum og jafnréttismál...

Er kostnaður Íslands í samningaferli við ESB einhver eða borgar ESB fyrir ferlið?

Með meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu frá júlí 2009 fylgir kostnaðaráætlun utanríkisráðuneytisins fyrir ESB-umsóknarferlið. Er þá átt við þann kostnað sem fellur til vegna þeirrar ákvörðunar Alþingis að sækja um aðild að ESB, hefja samningaviðræður og ljúka þeim. Í...

Hvaða reglur gilda um verðtryggingu lána í ESB?

Í neytendalögum Evrópusambandsins felst öflug neytendavernd og eru meðal annars lagðar ákveðnar kvaðir á banka og fjármálastofnanir sem veita neytendum lán. Almennir skilmálar neytendalána í aðildarríkjunum hafa verið samræmdir í löggjöf ESB, þar á meðal eru helstu upplýsingar sem neytendur ættu að búa yfir við l...

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Varnarmálastofnun Evrópu

Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að: þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar, auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmál...

Leita aftur: