Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ESB%20a%EF%BF%BD%EF%BF%BDild - 618 svör fundust
Niðurstöður

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Schengen-samstarfið

Schengen-samstarfið byggist á sáttmála sem tók gildi árið 1995 og er markmið þess tvíþætt. Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum sv...

Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?

Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta. *** ...

Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA

Fríverslunarsamtök Evrópu (European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð með Stokkhólms-samningnum árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist verulega saman en fimm af stofnríkju...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli? - Myndband

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar -- frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. This text w...

Evrópa 2020

Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Áætluninni var komið á fót árið 2010. Hún tók við af Lissabon-áætluninni sem gilti í 10 ár frá árinu 2000 og hafði að markmiði að tryggja samkeppnishæfni Evrópu. Áætlunin Evrópa 2020 var m...

Njóta Færeyjar einhverra tengsla við ESB gegnum samband sitt við Danmörku?

Færeyjar eru eitt þriggja sjálfstjórnarsvæða á Norðurlöndunum en eyjarnar tilheyra formlega Danmörku. Færeyjar eiga ekki aðild að Evrópusambandinu þar sem Landsþing Færeyja, æðsta stjórnvald landsins, ákvað að standa fyrir utan sambandið þegar Danmörk gekk í það árið 1973. Það voru einkum tveir þættir sem réðu...

Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?

Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í ...

Í hvaða ESB-löndum er vændi leyfilegt og hefur ESB markað sér einhverja stefnu í vændismálum?

Vændi er leyfilegt í flestum aðildarríkjum Evrópusambandsins í einhverri mynd. Reglur um vændið eru þó mjög mismunandi milli ríkja og hefur Evrópusambandið ekki gefið út samræmda stefnu um vændismál innan sambandsins. Öðru máli gegnir um þvingað vændi, svo sem mansal og barnavændi, en Evrópusambandið hefur með ýms...

Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?

Nóbelsnefnd norska Stórþingsins tilkynnti þann 12. október að Evrópusambandið mundi hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar um ákvörðunina segir svo, í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar: Sambandið og fyrirrennarar þess hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, ...

Tollabandalag

Tollabandalag (e. customs union) er annað eða þriðja stig efnahagslegs samruna (e. economic integration). Það er bandalag sem tvö eða fleiri ríki gera með sér um að efla viðskipti sín á milli. Auk niðurfellingar viðskiptahindrana á borð við innflutningstolla felur tollabandalag í sér að komið er á sameiginlegum to...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn

Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (e. European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, EMCDDA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins. Hún var stofnuð árið 1993 og hefur aðsetur í Lissabon í Portúgal. Hlutverk stofnunarinnar er að veita stefnumótendum, sérfræðingum og rannsakendum fík...

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Leita aftur: