Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ESB%20a%EF%BF%BD%EF%BF%BDild - 618 svör fundust
Niðurstöður

Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?

Kassíukanill frá Kína er sú kaniltegund sem notuð er hvað mest í matargerð en hún inniheldur töluvert mikið magn af efninu kúmarín sem talið er hafa skaðleg áhrif á starfsemi lifrar sé þess neytt í miklu magni. Evrópusambandið hefur því samþykkt reglugerð sem takmarkar magn kúmaríns í bakstursvörum. Reglugerð E...

Hvað teljið þið helst til tíðinda í yfirlýsingu Merkel og Sarkozys frá 16. ágúst? [Fréttaskýring]

Í fyrsta lagi gefur yfirlýsing Merkel og Sarkozys tilefni til að hugleiða stöðu smáríkja sem hafa barist í bökkum að undanförnu. Í öðru lagi förum við nokkrum orðum um stöðu evrukerfisins, kosti þess og galla. Þá ræðum við hugmyndir um samræmdan fyrirtækjaskatt í Þýskalandi og Frakklandi, og að lokum er hér fjalla...

Eftirlitsstofnun EFTA

Eftirlitsstofnun EFTA (e. EFTA Surveillance Authority, ESA) hefur eftirlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í landsrétt ríkjanna og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnun...

Fær Evrópuvefurinn framlög frá ríkinu eða einhverjum öðrum til þess að halda úti vefnum?

Já, Evrópuvefurinn er alfarið rekinn fyrir fjárframlag frá Alþingi. Stofnað var til Evrópuvefsins með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefsins og starfar hann í nánum tengslum við Vísindavefinn. Evrópuvefurinn opnaði með formlegum hætti þann 23. júní 2011 og hefur því verið starfræktur í eitt og hálft ár ...

Reglur um athugasemdir á Evrópuvefnum

Tilgangur Evrópuvefsins er, samkvæmt þjónustusamningi, að veita hlutlægar upplýsingar um Evrópusambandið og Evrópumál. Jafnframt viljum við gjarnan stuðla að skynsamlegri umræðu og bjóðum hana velkomna. Málefnalegar athugasemdir við einstök svör, undir fullu nafni, eru velkomnar á Evrópuvefnum. Þær verða birtar...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?

Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gj...

Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?

Lagalega bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi krefjast breytinga á stjórnarskránni, sem heimilar löggjafanum ekki að fela öðrum að taka ákvarðanir sem eru á hans valdsviði. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis, frá árinu 2009, segir að kjósa skuli um samninginn í þj...

Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?

Laun á Íslandi hafa þegar lækkað niður að því sem gengur og gerist í Evrópu. Rannsóknum á því hvort upptaka evru hefur leitt til minnkandi launamunar á evrusvæðinu ber ekki saman. Ýmislegt bendir til þess að nafnlaunamunur sé að jafnast út en meiri vafi er um hvort það gildi einnig um raunlaun. *** Laun í E...

Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið? Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar er...

Hver eru launakjör samninganefndar Íslands og samningahópa í aðildarviðræðunum við ESB?

Fulltrúar og starfsmenn í samninganefnd Íslands og samningahópum vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB fá „ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín“. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Það þýðir ekki að starfsmannakostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðnanna sé enginn heldu...

Hvað er Þróunarsjóður EFTA?

Í EES-samningnum er kveðið á um fjárhagslegan stuðning EFTA/EES-ríkjanna, Noregs, Íslands og Liechtenstein, við ríki sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og standa illa í efnahagslegu tillit. Í þessum tilgangi var Þróunarsjóður EFTA stofnaður en sjóðurinn starfar eftir fimm ára áætlun hverju sinni. Stuðningu...

Hvaða reglur gilda um verðtryggingu lána í ESB?

Í neytendalögum Evrópusambandsins felst öflug neytendavernd og eru meðal annars lagðar ákveðnar kvaðir á banka og fjármálastofnanir sem veita neytendum lán. Almennir skilmálar neytendalána í aðildarríkjunum hafa verið samræmdir í löggjöf ESB, þar á meðal eru helstu upplýsingar sem neytendur ættu að búa yfir við l...

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í ...

Hver eru laun æðstu embættismanna ESB?

Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...

Leita aftur: