Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að EFTA-ríkin - 230 svör fundust
Niðurstöður

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB? - Myndband

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...

Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...

Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?

Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hefur Ísland fengið undanþágur frá öllum reglum sem gilda á svæðinu um frjálsa för lifandi dýra til landsins. Í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB um aðild að sambandinu er sóst eftir því að þessum undanþágum verði viðhaldið. Rökin fyrir því eru sterk, eins og rakið er nán...

Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?

Schengen-samstarfið snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan Schengen-svæðisins, samráð í eftirliti með ytri landamærum þátttökuríkjanna og í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ísland er eitt þeirra 26 ríkja sem hafa undirritað Schengen-samninginn. Innanríkisráðherra situr fundi dóm...

Meðalgöngustefna

Meðalgöngustefna (e. application to intervene) er réttarfarsúrræði sem heimilar aðila að ganga inn í mál annarra ef úrslit þess skipta hann máli að lögum. Í svonefndu Icesave-máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum gerði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að mynda kröfu um að hafa meðal...

Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?

Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hafa meðalgöngu í máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi í svonefndu Icesave-máli er í fullu samræmi við reglur og markmið EES-samstarfsins og þarf ekki að koma á óvart í ljósi málavaxta. Ákvörðunin ber þess vitni að framkvæmdastjórnin telur sig hafa hagsmuna að ...

Hver voru algengustu leitarorðin á Evrópuvefnum árið 2013?

Þátttaka í vefmælingu Modernusar veitir aðgang að ýmsum fróðlegum tölfræðigögnum. Þar má til að mynda sjá hvaða svör eru vinsælust meðal notenda, frá hvaða löndum netumferðin kemur, hvaða vefsíður vísuðu notendum inn á Evrópuvefinn og að hverju lesendur voru að leita í leitarvélum á Netinu þegar þeim var vísað...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu? - Myndband

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. EES stendur fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Það var stofnað með EES-samningnum milli EFTA/EES-ríkjanna og Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið snýr annars vegar að því að tryggja frjálsa för einstaklinga um inn...

Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960?

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þes...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Sameiginlega EES-nefndin

Sameiginlega EES-nefndin (e. EEA Joint Committee) er helsti samstarfsvettvangur aðila samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins og taka ákvarðanir um hvaða regluverk Evrópusambandsins heyri undir gildissvið hans. Nefndin skal taka samhljóma ákvarðan...

Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?

Ef evrópsku stúdentarnir sem um ræðir í spurningunni búa í Finnlandi og stunda nám sitt við finnskan háskóla hafa þeir sama rétt og finnskir stúdentar til að fá afslátt á lestarmiðum í Finnlandi. Ef stúdentarnir stunda hins vegar nám sitt annars staðar en í Finnlandi og eru ekki búsettir þar, hafa þeir ekki sama r...

Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar?

Hjúskaparstaða getur skipt máli fyrir ríkisborgara EFTA/EES-ríkja þegar þeir flytjast á milli landa sem tilheyra Evrópska efnahagssvæðinu. Það að giftast sambandsborgara leiðir þó ekki sjálfkrafa til betri réttarstöðu. Réttur maka er háður þeim rétti sem sambandsborgarinn hefur, en til að virkja þau réttindi er þa...

EFTA-dómstóllinn

Dómstóll Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), oftast nefndur EFTA-dómstóllinn, hefur lögsögu yfir EFTA-ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum, Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hlutverk EFTA-dómstólsins er fyrst og fremst að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og þei...

Leita aftur: