Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að EES-samningurinn - 218 svör fundust
Niðurstöður

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?

CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um. CE-me...

Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin? - Myndband

Tvær ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki gert fríverslunarsamning við Bandaríkin. Í fyrsta lagi gera skýrar kröfur Bandaríkjamanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Í öðru lagi hafa Banda...

Fullveldi ríkja

(national sovereignty) hefur oft verið ofarlega á baugi í umræðu á vettvangi ESB. Yfirleitt er það talið felast í því að ríki sé sjálfrátt gerða sinna og engin önnur ríki eða öfl geti takmarkað þær eða sett þeim skorður. Málið flækist þó og verður umdeildara þegar ríkið er fullgildur aðili að samtökum eins og ESB ...

Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?

Ísland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Með innri markaði er átt við frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki. Íslandi ber að fylgja samkeppnisreglum ESB, nema í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar á meðal er bann við ríkisstyrkjum sem geta haft áhrif á við...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Hvað er Genfarsáttmálinn?

Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...

Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?

Einstaklingar sem búsettir eru í ríkjum EFTA eða ESB og svonefndir lögaðilar sem stofnaðir eru samkvæmt lögum þessara ríkja, og hafa aðalstöðvar eða heimilsfesti í einhverju þessara ríkja, mega fara með eignarrétt á fasteignum hér á landi á grundvelli reglna EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Undanþegn...

Dómstóll Evrópusambandsins

Dómstóll Evrópusambandsins (e. Court of Justice of the European Union, CJEU), áður kallaður Evrópudómstóllinn (e. European Court of Justice, ECJ), er æðsta dómsvald ESB og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstólnum var komið á fót árið 1952 með Parísar-sáttmálanum sem hluti af Kola- og stálbandalagi Evrópu. Tuttugu...

Þarf að vera nákvæm innihaldslýsing á efnum í vefnaðarvöru sem seld er á EES-svæðinu? Ef já, hversu nákvæm þarf hún að vera?

Á Íslandi gilda sömu reglur og í Evrópusambandinu um innihaldslýsingu vefnaðarvara. Þær kveða meðal annars á um hvaða vefnaðarvara megi bera hvaða heiti, í hvaða röð textíltrefjar skuli taldar upp og hvenær þurfi að taka fram upplýsingar um hlutfall tiltekinna trefja miðað við þyngd vöru. – Tilgangur reglnanna er ...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Evrópa 2020

Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Áætluninni var komið á fót árið 2010. Hún tók við af Lissabon-áætluninni sem gilti í 10 ár frá árinu 2000 og hafði að markmiði að tryggja samkeppnishæfni Evrópu. Áætlunin Evrópa 2020 var m...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Leita aftur: