Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að EES-lagasafn - 202 svör fundust
Niðurstöður

EFTA-ríkin

Núverandi EFTA-ríki eru Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss. Fríverslunarsamtök Evrópu (e. European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð árið 1960 af Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Noregi, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Noregur og Sviss eru einu ríkin sem eru eftir af stofnríkjunum sjö en hin ríkin haf...

Hvað er Lyfjastofnun Evrópu og hvert er hlutverk hennar?

Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettva...

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...

Hvað er iðnaðarsalt og má nota það í matvæli á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum?

Gerður er greinarmunur á salti sem er framleitt til iðnaðarnota og salti sem ætlað er til manneldis. Salt sem framleitt er til matvælaframleiðslu er undir meira eftirliti og eru gerðar strangari kröfur til meðhöndlunar og geymslu þess. Hin almenna matvælalöggjöf Evrópusambandsins hefur verið innleidd á Íslandi. Þv...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í febrúar 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera? Ég er að fara með 100 manna kór ungmenna til Þýskalands í sumar, getið þið sagt okkur hvort ESB styrki kórferðalagið? Hvað fels...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB? - Myndband

Einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildarríkj...

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júlí 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júlímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar? Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn ...

Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?

Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...

Hvað kemur fram í norsku skýrslunni um samband Noregs og ESB?

Í liðinni viku fékk utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, afhenta 900 blaðsíðna langa skýrslu um samband Noregs og Evrópusambandsins, Utenfor og innenfor: Norges avtaler med EU. Skýrslan er árangur tveggja ára rannsóknarvinnu tólf fræðimanna, sem skipaðir voru í nefnd af norsku ríkisstjórninni. Nefndinni var...

Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?

Í fjórtán samningsköflum, sem taldir eru upp hér að neðan, er opinber samningsafstaða Íslands sú að regluverk Evrópusambandsins er samþykkt án óska um undanþágur, sérlausnir eða aðlögun. *** Löggjöf Evrópusambandsins skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra meðan á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamba...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu?

Samningskaflinn um fjármálaþjónustu heyrir að öllu leyti undir EES-samninginn og Ísland innleiðir því lög og reglugerðir kaflans með reglubundnum hætti. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans og segist búa yfir fullnægjandi stofnanakerfi til framkvæmdar hans en fer fram á eina aðlögun. Nánar ti...

Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?

Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Til...

Leita aftur: