Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að utanríkisráðuneytið - 15 svör fundust
Niðurstöður

Hver er staða Evrópusambandsins á norðurslóðum?

Ríki Evrópusambandsins eiga ekki land að Norður-Íshafinu eða öðrum norðurhöfum. Aðildarlöndin Svíþjóð og Finnland eiga hins vegar talsvert land fyrir norðan heimskautsbaug en ná þó ekki til sjávar í norðri. Evrópusambandið hefur þannig tengst norðurslóðum í menningu, sögu og efnahagslífi og hefur látið sig þær var...

Er kostnaður Íslands í samningaferli við ESB einhver eða borgar ESB fyrir ferlið?

Með meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu frá júlí 2009 fylgir kostnaðaráætlun utanríkisráðuneytisins fyrir ESB-umsóknarferlið. Er þá átt við þann kostnað sem fellur til vegna þeirrar ákvörðunar Alþingis að sækja um aðild að ESB, hefja samningaviðræður og ljúka þeim. Í...

Hvaða afleiðingar yrðu af því að draga umsóknina að ESB til baka, þurfum við þá að borga ESB útlagðan kostnað?

Evrópusambandið kemur ekki beint að kostnaði Íslands við umsóknarferlið sjálft. Sambandið veitir umsóknarríkjum þó stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-Accession Assistance). Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna e...

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Erfitt er að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja; það veltur aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslending...

Hvaða fríverslunarsamninga hefur Ísland gert og eru þeir allir af sama tagi?

Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við rúmlega sextíu ríki. Samningarnir eru í meginatriðum byggðir eins upp og hafa flestir þeirra komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna. Mikilvægasti samningur Íslands og jafnframt sá víðtækasti er EES-samningurinn. *** Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við meira ...

Er fiskurinn ekki okkar mest selda vara til útlanda og þá mikið til Evrópu?

Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi Íslands hefur lækkað á undanförnum árum á meðan hlutfall iðnaðarvara hefur hækkað. Árið 2011 var fjórða árið í röð þar sem meira var flutt út af iðnaðarvörum en sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2011 var 251,6 milljarður króna eða 40,6% af heildarverðmæti ...

Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?

Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland y...

Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?

Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...

Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?

Nei, það eru engin tímamörk á aðildarviðræðunum. Að minnsta kosti eru engir tímafrestir nefndir í opinberum gögnum málsins, hvorki af hálfu Íslands né Evrópusambandsins. Viðræðurnar munu því vara svo lengi sem þeim lýkur ekki með undirritun aðildarsamnings eða vegna þess að annar aðilinn slítur þeim. *** Í o...

Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali. Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aði...

Hvaða hag og óhag hefur íslenskur landbúnaður af aðild að Evrópusambandinu? [Umræðusvar A]

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bera saman landbúnaðarstefnu ESB og Íslands með það að markmiði að greina áhrif aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Umfjöllun um efnið hefur þó oft verið lituð því hvað menn telja að fengist út úr aðildarsamningum við ESB á grundvelli sérstöðu landsins svo sem norðlægra...

Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?

Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku. Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...

Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?

Nei, matvælaverð er ekki líklegt til að lækka svo mikið við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef litið er til beinna áhrifa af ódýrari innflutningi búvara frá aðildarríkjum ESB, vegna niðurfellingar tolla við aðild, má gróflega áætla að búvörur gætu lækkað um á bilinu 7 til 15%. Það mundi þýða um það bil 3,5 til ...

Leita aftur: