Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að samræmingu og sjórnun - 34 svör fundust
Niðurstöður

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna?

Ríkisfjármálasáttmálinn er liður í áætlun ESB um að auka trúverðugleika og tryggja stöðugleika í efnahagsstjórn á evrusvæðinu. Sáttmálinn skuldbindur evruríkin til að innleiða svonefnda skuldabremsu sem felur í sér markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum og sjálfkrafa leiðréttingarkerfi ef skuldasöfnun fer fram úr leyf...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Evrópuvæðing

(Europeanisation) er ferlið sem aðildarríki ESB fylgja þegar þau þróast hvert um sig frá því ástandi sem ríkti í upphafi aðildar og í átt til einsleitari stefnu og skipulags. Líta má á ESB sem tæki í þessari þróun sem tekur m.a. yfir einfalda tæknilega samræmingu. Sjá hnattvæðingu....

Valdheimildir

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa veitt sambandinu valdheimildir á tilteknum sviðum til að ná sameiginlegum markmiðum. Í þessum tilgangi hafa ríkin framselt stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Valdmörk sambandsins ráðast af meginreglunni um veittar valdheimildir. Samkvæmt henni skal sambandið aðeins aðha...

Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleid...

Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?

Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Innri markaðurinn

Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns. Stofnun innri markaðarins átti sér l...

Hvaða áhrif mundi innganga Íslands í ESB hafa á frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir?

Engir tollar eru á milli aðildarríkja Evrópusambandsins. Ef Ísland yrði aðili að sambandinu yrði því fullt frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir við önnur aðildarríki. Núgildandi samningar Íslands við ESB tryggja að miklu leyti fríverslun með sjávarafurðir en 90% af útfluttum sjávarafurðum frá Íslandi ti...

Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?

Stutta svarið við spurningunni er að viðmið ESB um hve bognar gúrkur megi vera eru ekki lengur til og sambærileg viðmið um banana hafa aldrei verið til. - Árið 2009 var felld úr gildi reglugerð Evrópusambandsins um sértæka gæðastaðla fyrir gúrkur. Á meðal þess sem hún kvað á um var hversu bognar gúrkur mættu vera ...

Evrópska réttaraðstoðin

Hlutverk evrópsku réttaraðstoðarinnar er að stuðla að samræmingu rannsókna og saksókna afbrota í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sérstaklega er miðað að því að einfalda alþjóðlega réttaraðstoð og framkvæmd framsalsbeiðna. Hún aðstoðar aðildarríkin við rannsókn og saksókn afbrota yfir landamæri (e. cross-border cr...

Utanríkisþjónusta ESB

Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins (e. European External Action Service, EEAS) var stofnuð með gildistöku Lissabon-sáttmálans og tók formlega til starfa ári síðar, þann 1. desember 2010. Tilgangurinn með stofnun utanríkisþjónustunnar var að sameina undir einn hatt þau verkefni sem falla undir sameiginlega stefnu ...

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?

Í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er ekki samið um alla samningskaflana samtímis heldur er samið sérstaklega um hvern og einn, þótt einhverjir kaflar séu opnaðir eða þeim lokað á sama tíma. Betur hefur gengið að vinna úr þeim köflum sem heyra undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið. Þá hefur það t...

  • Síða nr. 1 2

Leita aftur: