Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að landfræðipólitískt staða - 62 svör fundust
Niðurstöður

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í apríl 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu? Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu? Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið? Hver er staða smáríkja innan ESB? Hver er staða Evró...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í apríl 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör aprílmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Maastricht-skilyrðin Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB? Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir h...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í mars 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör marsmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu? Er það rétt sem haldið hefur verið fram í áberandi auglýsingum að lántakandi í „Evrulandi“ árið 2006 skuldi nú aðeins um þriðjung þess sem sá skuldar ...

Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?

Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland y...

Hver eru samningsmarkmið Íslands varðandi heimskautarefinn í viðræðunum við ESB?

Markmið Íslands varðandi heimskautarefinn, í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, er að hann verði undanþeginn friðun og að hér verði áfram heimilt að setja reglur um stjórnun nýtingar og veiða á dýrum úr íslenskum stofnum heimskautarefsins. Samningskaflinn um umhverfismál, sem reglur sambandsins um verndun vill...

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Transparency International

Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum. Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...

Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?

Helstu rökin sem færð hafa verið fyrir því að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt eða þeim frestað eru þau að sambandið eigi við mikla erfiðleika að glíma og forsendur umsóknarinnar hafi því breyst. Viðræðurnar hafi tekið lengri tíma og kostað meira en upphaflega var áætlað og þær njóti lítils s...

Geta Íslendingar gert sér vonir um styrki frá ESB upp í ferðakostnað milli Íslands og Evrópu sökum fjarlægðar?

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort og þá hvernig Ísland fellur inn í stefnu Evrópusambandsins gagnvart ystu svæðum þess og hvaða styrkir, aðlaganir eða sérlausnir myndu þá standa til boða. Það veltur á samningaviðræðum Íslands við ESB. Þar á meðal eru hugsanlegir styrkir til að lækka ferðakostnað milli Íslands o...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu? - Myndband

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi yfirhöfuð inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er sérstaklega bágborin, þrátt fyrir að hafa fullgilt...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?

Heimskautarefir (Vulpes lagopus, áður Alopex lagopus) eru friðaðir samkvæmt reglum Evrópusambandsins en í löndum sambandsins þar sem refir lifa, Svíþjóð og Finnlandi, eru þeir í útrýmingarhættu. Staða refsins í íslenskri náttúru er allt önnur því að ref hefur fjölgað á Íslandi undanfarna áratugi. Hvergi er hins ve...

Eineðli

Svonefnd eineðlisríki líta svo á að reglur landsréttar og þjóðaréttar séu eitt og sama fyrirbærið, en í tvíeðlisríkjum eru reglurnar aðskildar. Af því leiðir að reglur þjóðréttarsamninga eineðlisríkja verða sjálfkrafa hluti landsréttar um leið og þeir eru fullgiltir líkt og um innlenda löggjöf væri að ræða. Reglur...

  • Síða nr. 1 2 3 4

Leita aftur: