Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að her - 9 svör fundust
Niðurstöður

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?

Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku. Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...

Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO

Norður-Atlantshafsbandalagið (e. North Atlantic Treaty Organisation, NATO) var stofnað árið 1949. Stofnaðilar voru Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Ítalía, Kanada, Lúxemborg, Noregur og Portúgal; samtals 12 ríki í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Tilgangurinn var að stemma stigu v...

Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?

Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...

Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á ...

Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?

Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

Leita aftur: