Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að efnahagslegar endurbætur - 15 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?

Efnahagslegum refsingum er beitt til að knýja fram pólitísk markmið. Efnahagslegar refsiaðgerðir fela í sér að hömlur eru lagðar á inn- eða útflutning fjármagns, vara, tækni eða þjónustu ákveðins ríkis eða hóps ríkja með það fyrir augum að hvetja viðkomandi ríki til að bæta framferði sitt og fara að alþjóðalögum. ...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins?

Í júní 2013 voru nýjustu endurbæturnar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins kynntar. Þar með lauk löngu viðræðuferli landbúnaðarráðherra sambandsins og írsk stjórnvöld önduðu léttar, enda mikill þrýstingur á þeim að klára viðræðurnar áður en formennskutímabili þeirra í ráðinu lyki. Nýju endurbæturna...

Hefur Ísland tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn ríkjum sem hafa brotið alþjóðleg lög?

Já, Ísland hefur innleitt allar þvingunaraðgerðir og efnahagslegar refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Ísland innleitt flestar þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins en ítarlegri umfjöllun um efnahagslegar refsiaðgerðir ESB er að finna í svari vefsins við spurningunni Beitir Evrópusambandi...

Evruríkin

Evruríkin eru þau aðildarríki Evrópusambandsins sem hafa tekið upp evru (€) sem gjaldmiðil og falið Seðlabanka Evrópu stjórn sameiginlegrar peningamálastefnu. ESB-ríkjum ber að taka upp evru að uppfylltum svokölluðum Maastricht-skilyrðum sem kveða á um tilteknar efnahagslegar viðmiðanir um samleitni. Nánar er fjal...

Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nýlega sett fram tillögur um endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Í stuttu máli snúast þessar umbótahugmyndir um vistkerfishugsun, sjálfbærni, bann við brottkasti, kvótakerfi sem miðist við veiddan fisk en ekki landaðan eins og nú er, framseljanlegan kvóta innan að...

Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?

Frá 1952 voru sex þjóðríki í bandalögunum sem leiddu síðar til Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópusambandsins: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, en Bretland, Danmörk og Írland bættust í hópinn árið 1973, Grikkland árið 1981, og Spánn og Portúgal árið 1986. Síðan Evrópusambandið (ESB...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Hvað útskýrir ólíka nálgun Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu?

Ófáar kenningar hafa verið smíðaðar til útskýringar á þeim ólíku leiðum sem Norðurlöndin hafa kosið sér í Evrópusamrunanum. Á meðal þess sem haldið hefur verið fram er að hagsmunir ráðandi atvinnuvega í löndunum hafi haft afgerandi áhrif á afstöðuna til aðildar að sambandinu. Aðrar kenningar útskýra ólíka nálgun N...

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?

Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...

Við höfum sótt um aðstoð við umsóknarríki, þurfum við þá ekki að fullnægja skilyrðum um aðlögun að regluverki ESB? Hvernig yrði það gert?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (Instrument for Pre-Accession Assistance). Stuðningur stendur til boða bæði þeim ríkjum sem hafa formlega fengið stöðu umsóknarríkis og eins þeim sem eru skilgreind sem möguleg umsóknarríki (e. potential can...

Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu?

Nei, það ríkir ekki efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu sem stendur. Ekki er þó útilokað að slíkur stöðugleiki náist á ný en til þess verður að ráðast í víðtækar breytingar á uppbyggingu hagkerfis sambandsins. *** Með skilgreiningu orðsins „stöðugleiki“ (e. stability) í huga (sjá meðal annars Snöru...

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

Leita aftur: