Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að björgunaraðgerðir ESB - 566 svör fundust
Niðurstöður

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defence Policy, CSDP) er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Fyrri stefna, Evrópska stefnan í öryggis- og varnarmálum (e. European Security and Defence Policy, ESDP), var samþykkt á leiðtogafundi í Köln á...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?

Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku. Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...

Sýnir skuldaklafi Grikkja að fjórfrelsi Evrópusambandsins var vanhugsað frá upphafi?

Frelsi til fjármagnsflutninga er ein stoð svonefnds fjórfrelsis. Við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga í heiminum varð til ójafnvægi í heimshagkerfinu, ekki einungis innan ESB. Á meðan sum ríki höfðu afgang í viðskiptum við útlönd og söfnuðu umframsparnaði, flæddi mikið lánsfé inn í önnur ríki sem söfnuðu háum ...

Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?

Ísland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Með innri markaði er átt við frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki. Íslandi ber að fylgja samkeppnisreglum ESB, nema í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar á meðal er bann við ríkisstyrkjum sem geta haft áhrif á við...

Hvað verður um sjávarútveg Íslendinga ef við göngum í ESB? Hvað mundi breytast?

Spurningunni um hver afdrif íslensk sjávarútvegs yrðu ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu er ekki hægt að svara með fullri vissu að svo stöddu. Enn er unnið að mótun samningsmarkmiða Íslands í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB og viðræður um þennan kafla eru ekki hafnar. Endanlegt sva...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í maí 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hver eru launakjör samninganefndar Íslands og samningahópa í aðildarviðræðunum við ESB? Helstu sáttmálar ESB Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun? Er Seðlabanki Evrópu óumdeilanlega lánveitandi ti...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í apríl 2014?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör aprílmánaðar árið 2014 á Evrópuvefnum: Er mikið vesen að komast í ESB? Helstu sáttmálar ESB Helstu stofnanir ESB Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-la...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í febrúar 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera? Ég er að fara með 100 manna kór ungmenna til Þýskalands í sumar, getið þið sagt okkur hvort ESB styrki kórferðalagið? Hvað fels...

Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB?

Evrópuvefurinn hefur fjallað þónokkuð um áhrif mögulegarar aðildar Íslands að ESB á íslenskan landbúnað. Þeir þættir sem helst hafa verið teknir til umfjöllunar eru þróun og núverandi uppbygging landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, samanburður á íslenskum og evrópskum landbúnaði, möguleg lækkun matvælaverðs komi t...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í apríl 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör aprílmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Maastricht-skilyrðin Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB? Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir h...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í mars 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi? Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamnin...

Leita aftur: