Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Alþjóðastofnunin um lausn fjárfestingardeilna - 659 svör fundust
Niðurstöður

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn (e. World Bank) var stofnaður árið 1944, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í kjölfar Bretton Woods fundarins þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Endurskipurleggja þurfti fjármálakerfi heimsins og tryggja heilbrigð viðskipti á milli þjóða á grundvelli fr...

Alþjóðaviðskiptastofnunin

Alþjóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization, WTO) var stofnuð árið 1994 á grundvelli hins almenna samnings um tolla og viðskipti (e. General Agreement on Tariffs and Trade, GATT), sem samið var um við lok Úrúgvæviðræðnanna. Stofnunin myndar sameiginlegt þak yfir alþjóðlega samninga eins og GATT-samningi...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

EFTA-dómstóllinn

Dómstóll Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), oftast nefndur EFTA-dómstóllinn, hefur lögsögu yfir EFTA-ríkjum sem eiga aðild að EES-samningnum, Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hlutverk EFTA-dómstólsins er fyrst og fremst að tryggja samræmda túlkun og beitingu EES-samningsins og þei...

Þjóðabandalagið

Þjóðabandalagið (e. the League of Nations, LN), forveri Sameinuðu þjóðanna, var stofnað árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Því var formlega komið á fót 10. janúar 1920 og hafði það aðsetur í Genf í Sviss. Þjóðabandalagið var fyrsta alþjóðastofnunin sem hafði það markm...

Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?

Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...

Samstarfsráð Arabaríkjanna við Persaflóa

Samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (e. Co-Operation Council for the Arab States of the Gulf, CCASG) eða „Flóaráðinu“ eins og það er yfirleitt kallað var komið á fót árið 1981. Aðildarríki ráðsins eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Konungsríkið Barein, Konungsríkið Sádi-Arabía, Soldánsveldið Óman, Katar og ...

Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum

Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum (fr. Office de Lutte Anti-Fraude, OLAF) var stofnuð árið 1999 í kjölfar afsagnar Jacques Santer-framkvæmdastjórnarinnar sem ásökuð var um spillingu. Hlutverk OLAF er þríþætt: Hún gætir fjárhagslegra hagsmuna Evrópusambandsins með því að rannsaka svik, spillingu og aðr...

Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, (e. United Nations, UN) voru stofnaðar í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í San Francisco þann 26. júní árið 1945 og gekk í gildi 24. október sama ár. Markmið Sameinuðu þjóðanna eru: að varðveita heimsfrið og öryggi, að efla vi...

Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?

Hugmyndin um sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum tveimur árum. Hún er rædd sem hugsanleg lausn við ríkisfjármálakreppunni á evrusvæðinu. Hugmyndin er þó mjög umdeild og sem stendur er í fyrsta lagi óljóst hvort hún verði að veruleika og í öðru lagi hvernig fyrirkom...

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

Stendur til að hætta með Erasmus-styrki?

Í stuttu máli er svarið nei, það stendur ekki til að hætta með Erasmus-styrki. Aftur á móti er komin upp sú staða að fjárlög Evrópusambandsins fyrir árið 2012 duga ekki til að veita evrópskum landsskrifstofum framlög fyrir öllum útlögðum kostnaði á samstarfsverkefnum á borð við þau sem falla undir Menntaáætlun ESB...

Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?

Með tilliti til ofangreindrar spurningar var niðurstaða skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldmiðils- og gengismál sú að hægt er að taka einhliða upp erlenda mynt og það á frekar skömmum tíma. Hins vegar telja skýrsluhöfundar að einhliða upptaka annars gjaldmiðils sé ekki skynsamlegur valkostur fyrir Ísland. *** ...

Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?

Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða...

Leita aftur: