Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að samstarfs%C3%A1%C3%A6tlanir - 20 svör fundust
Niðurstöður

Eystrasaltsráðið

Eystrasaltsráðið (e. Council of the Baltic Sea States, CBSS) er samstarfsvettvangur ríkja sem eiga strönd að Eystrasalti, það er Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rússlands, Þýskalands og Póllands. Ísland, Noregur og Evrópusambandið eiga þó einnig aðild að ráðinu. Ráðið heldur árlega...

Efnahagslegur samruni

(economic integration) er ferli til vaxandi samstarfs milli þjóðríkja í viðskiptum og efnahagsmálum. Þetta ferli er misjafnlega langt á veg komið í hinum ýmsu samtökum, meðal annars eftir því hvað þjóðríkin sem taka þátt í samrunanum kjósa að bindast nánum böndum. Markmiðið með efnahagslegum samruna er ætíð að auk...

Hvað er Lyfjastofnun Evrópu og hvert er hlutverk hennar?

Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettva...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn

Einn af þekktustu sagnfræðingum 20. aldar, sem hafði óvenjulega yfirsýn, sagði að Evrópusambandið væri „barn sérstakra sögulegra aðstæðna sem geta líklega aldrei komið upp aftur“ (Hobsbawm, 1996, 578). Svo mikið er víst að ESB er afar óvenjulegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Við höldum nú samt að það sé hægt að var...

Stoðaskipulag ESB

Stoðaskipulaginu (e. pillar structure) var komið á með Maastricht-sáttmálanum sem gekk í gildi árið 1993. Sáttmálinn er stofnsáttmáli Evrópusambandsins sem gegndi til að byrja með hlutverki eins konar þaks í stoðaskipulaginu. Evrópubandalögin, það er Evrópubandalagið, Kjarnorkubandalag Evrópu og Kola- og stálbanda...

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?

Nei, Seðlabanki Evrópu er ekki „einkabanki“ samkvæmt almennri skilgreiningu á hugtakinu, það er bankinn er ekki viðskiptabanki í eigu einkaaðila. Seðlabanki Evrópu er ein af stofnunum Evrópusambandsins og þungamiðja seðlabankakerfis Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB), sem er vettvangur samstarfs se...

Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO

Norður-Atlantshafsbandalagið (e. North Atlantic Treaty Organisation, NATO) var stofnað árið 1949. Stofnaðilar voru Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Ítalía, Kanada, Lúxemborg, Noregur og Portúgal; samtals 12 ríki í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Tilgangurinn var að stemma stigu v...

Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?

Auk þessa svars er fjallað um Evrópuhugsjónina í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund: Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana? Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga? Sú skoðun varð útbreidd á síðari...

Er rétt að vegna ESB-reglna megi ég aðeins fara með tvö börn á aldrinum 5 til 7 ára í sund?

Stutta svarið er nei: Þetta er ekki rétt. – Evrópusambandið hefur hvorki sett lög né reglur um hversu mörg börn mega vera í fylgd eins fullorðins einstaklings í sundferð. Setning slíkra reglna er alfarið á ábyrgð aðildarríkjanna. Í nýrri íslenskri reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum segir hins vegar að...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Af hverju voru stofnríki Evrópusamstarfsins ekki fleiri en þessi sex?

Kola- og stálbandalagið var stofnað árið 1952 en Kjarnorkubandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu voru stofnuð árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland, stofnuðu þessi þrjú bandalög sem runnu síðar saman í Evrópusambandið. Þessi sex ríki áttu margt sameiginlegt á...

Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?

Stofnanalegum samskiptum fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er gjarnan lýst sem tveggja stoða kerfi. Önnur stoðin er samsett úr stofnunum EFTA en hin úr stofnunum ESB. Á milli stoðanna tveggja eru sameiginlegar stofnanir samningsaðilanna sem eru vettvangur samstarfs...

Hver er staða Evrópusambandsins á norðurslóðum?

Ríki Evrópusambandsins eiga ekki land að Norður-Íshafinu eða öðrum norðurhöfum. Aðildarlöndin Svíþjóð og Finnland eiga hins vegar talsvert land fyrir norðan heimskautsbaug en ná þó ekki til sjávar í norðri. Evrópusambandið hefur þannig tengst norðurslóðum í menningu, sögu og efnahagslífi og hefur látið sig þær var...

Leita aftur: