Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hagt%C3%B6lur eftir landsv%C3%A6%C3%B0um - 385 svör fundust
Niðurstöður

Lissabon-sáttmálinn

(Lisbon Treaty) tók gildi árið 2009 eftir að Írar höfðu fellt hann árið 2008 en samþykkt hann síðan eftir breytingar. Sáttmálinn kom í stað stjórnarskrár sem Frakkar og Hollendingar felldu í þjóðaratkvæði árið 2005. Að formi til fjallar sáttmálinn um breytingar á Rómar- og Maastricht-sáttmálunum. Að efni til treys...

Varðbelti

Varðbelti (fr. cordon sanitaire, e. buffer zone), svæði kringum tiltekið ríki eða heild þar sem það sækist eftir yfirráðum án sameiningar, meðal annars til að tryggja öryggi sitt. Segja má að Austur-Evrópa utan Sovétríkjanna hafi verið slíkt svæði gagnvart þeim í fjóra áratugi (1950-1990) eftir seinni heimsstyrjöl...

Parísar-sáttmálinn

(Paris Treaty) frá 1952 lagði grunninn að stofnun Kola- og stálbandalagsins. Markmiðið var að koma í veg fyrir hernað og draga úr spennu á milli aðildarríkja þess eftir seinni heimsstyrjöldina. ...

Hvernig er staðið að því að veita heimild til veiða á tiltekinni friðaðri fuglategund í ákveðnu ríki? Gætu Bretar til dæmis beitt neitunarvaldi gegn lundaveiðum af tilfinningalegum ástæðum?

Breytingar á þeim tegundum villtra fugla sem leyfilegt er að veiða í ESB, og taldar eru upp í viðauka II við fuglatilskipunina, hafa oftast verið gerðar á grundvelli aðildarsamninga nýrra ríkja en einu sinni var viðaukanum breytt með sérstakri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins. Þótt hvert einstakt aðildarríki ge...

Er Seðlabanki Evrópu óumdeilanlega lánveitandi til þrautavara fyrir evruríkin?

Seðlabanki Evrópu má ekki lána beint til ríkissjóða aðildarríkja og er því aldrei beinn lánveitandi til þrautavara fyrir aðildarríki ESB. Lánveiting af því tagi er ekki bundin sérstökum skilyrðum heldur er lagt á blátt bann við henni (123. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins). Málið er þó í reynd ek...

Hvernig munu gjöld á innfluttar bifreiðar breytast ef Ísland gengur í ESB?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið verður lagður 10% tollur á bíla framleidda í þriðju ríkum, eins og Japan og Bandaríkjunum, í samræmi við tollskrá Evrópusambandsins. Eftir sem áður yrðu hins vegar engir tollar lagðir á bíla sem framleiddir eru í aðildarríkjum sambandsins. Vörugjöld og virðisaukaskatt þyrfti áfra...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í nóvember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Helstu stofnanir ES...

Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?

Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða...

Hafa oft verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við Evrópusambandið?

Allt í allt er Evrópuvefnum kunnugt um að 44 ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur hafi farið fram í samtals 24 löndum, aðildarríkjum ESB og öðrum Evrópuríkjum. Flestar ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Írlandi, 9 talsins, og í Danmörku, 7 talsins. Í átta aðildarríkjum hafa aldrei verið haldnar ...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?

Samningskaflinn um frjálsa vöruflutninga fellur að öllu leyti undir EES-samninginn. Ísland hefur því innleitt nær alla löggjöf kaflans og ekki að ætla að aðild mundu fylgja teljandi breytingar á þessu sviði. Í samningsafstöðunni samþykkir Ísland regluverk kaflans en fer jafnframt fram á tvær sérlausnir. Sú fyrri s...

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?

Útgjöld Evrópusambandsins eru að langmestu leyti fjármögnuð með beinum framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin taka mið af vergum þjóðartekjum ríkjanna, virðisaukaskattstofni, innheimtum tollum og sykurframleiðslu. Stærstu og best stæðu aðildarríkin borga þannig mest í sjóði sambandsins. Ríkin sem greiddu mest í ...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Reglur um athugasemdir á Evrópuvefnum

Tilgangur Evrópuvefsins er, samkvæmt þjónustusamningi, að veita hlutlægar upplýsingar um Evrópusambandið og Evrópumál. Jafnframt viljum við gjarnan stuðla að skynsamlegri umræðu og bjóðum hana velkomna. Málefnalegar athugasemdir við einstök svör, undir fullu nafni, eru velkomnar á Evrópuvefnum. Þær verða birtar...

Leita aftur: