Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að gr%C3%A6nb%C3%B3k - 95 svör fundust
Niðurstöður

Sérstök lagasetningarmeðferð

Flestar lagagerðir Evrópusambandsins eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð þar sem Evrópuþingið og ráðið hafa sama vægi í löggjafarferlinu. Í sérstökum tilvikum er afleidd löggjöf ESB hins vegar samþykkt af hálfu ráðsins með þátttöku Evrópuþingsins eða, í örfáum tilfellum, af hálfu Evrópuþingsins með þá...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala á EES-svæðinu hann kaupir lyf?

Já, það skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis af hvaða lyfjaheildsala hann kaupir lyf sem flutt eru til Íslands. Það nægir ekki að lyfið sjálft hafi fengið miðlægt markaðsleyfi sem gildir á öllu EES-svæðinu heldur þarf einnig að tryggja að farið sé eftir reglum um dreifingarferil lyfjanna. Allir sem koma að ly...

Hvað stendur í bókun 9 við EES-samninginn?

Bókanir við EES-samninginn nýtast til túlkunar á ákvæðum samningsins og eru mikilvægur þáttur í því að tryggja einsleita framkvæmd samningsins á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Fjallað er um eðli bókana við EES-samninginn í svari við spurningunni Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn...

Gilda strangar reglur um aðbúnað í fangelsum í löndum Evrópusambandsins?

Reglur um aðbúnað í fangelsum eru settar af aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði aðbúnaðar í fangelsum, aðildarríkin fara sjálf með slíkar valdheimildir. Á vettvangi Evrópuráðsins vinna Evrópuríki hins vegar saman að mannréttindavernd. Meðal annars hefur ráðið beitt sé...

Myndi ESB veita styrki til jarðganga eða brúarsmíði hér ef til aðildar kæmi?

Tæpum þriðjungi af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins er varið til að bæta samgöngur í aðildarríkjunum á tímabilinu 2007-2013. Ef Ísland gerðist aðili að sambandinu má gera ráð fyrir að stuðningur til slíkra verkefna fengist einnig hér á landi. Ákvörðun um hvaða verkefni hlytu stuðning, jarðgöng, brúarsmíði, alm...

Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?

Ofangreind spurning virðist byggð á þeirri forsendu að erlendum aðilum í skilningi laga um gjaldeyrismál sé bannað að kaupa hlutabréf í íslenskum félögum eins og Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Sú forsenda er ekki fyllilega rétt. Erlendir aðilar mega kaupa hlutabréf í íslenskum félögum samkvæmt heimild í 13. gr. m...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Geta ríki utan Evrópu sótt um aðild að Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið nei. Ríki utan Evrópu geta ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu þar sem 49. gr. sáttmálans um Evrópusambandið kveður á um að: „Sérhvert Evrópuríki, sem virðir þau gildi sem um getur í 2. gr. [sáttmálans um ESB] og einsetur sér að stuðla að þeim, getur sótt um að gerast aðili að sambandinu...

Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?

Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hafa meðalgöngu í máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi í svonefndu Icesave-máli er í fullu samræmi við reglur og markmið EES-samstarfsins og þarf ekki að koma á óvart í ljósi málavaxta. Ákvörðunin ber þess vitni að framkvæmdastjórnin telur sig hafa hagsmuna að ...

Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?

Árið 2010 kvað forseti dómstóls Evrópusambandsins upp þann úrskurð að eftirlitsstofnun EFTA hefði ekki rétt til meðalgöngu í málum sem rekin væru milli aðildarríkja ESB, milli stofnana ESB eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Þessi úrskurður hefur í för með sér að framkvæmdastjór...

Einfölduð endurskoðunarmeðferð

Stofnsáttmálum Evrópusambandsins er hægt að breyta eftir tveimur leiðum. Annars vegar í samræmi við hefðbundna endurskoðunarmeðferð og hins vegar með einfaldaðri endurskoðunarmeðferð (48. grein sáttmálans um Evrópusambandið, SESB). Ákvæðið um einfaldaða endurskoðunarmeðferð (e. simplified revision procedure) va...

Getur Evrópusambandið gerst aðili að alþjóðlegum samningum?

Til þess að alþjóðastofnun eins og Evrópusambandið geti gerst aðili að alþjóðlegum samningi þarf hún að hafa aðildarhæfi (rétthæfi), það er hún þarf að geta notið réttinda og borið skyldur að þjóðarétti á sjálfstæðan hátt. Evrópusambandið hefur uppfyllt þessi skilyrði frá því árið 2009, þegar Lissabon-breytingarna...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Leita aftur: