Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að almennar meginreglur - 33 svör fundust
Niðurstöður

Almennar meginreglur

Almennar meginreglur (e. international conventions) eru meginreglur sem finna má í landsrétti margra ríkja. Þessum reglum er hægt að beita í alþjóðarétti til að fylla í tómarúm þegar skortur er á þjóðréttarvenjum og ákvæðum alþjóðasamninga....

Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?

Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim...

Hvernig komust mannréttindi á dagskrá í ESB?

Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun frá því það var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld með sáttmálanum um Efnahagsbandalag Evrópu. Eins og nafn sáttmálans ber með sér snerist samstarfið upphaflega um efnahagssamvinnu. Hugmyndin var að auka velmegun og hagsæld með því að sameina markaði aðildarríkjanna og ge...

Sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum

Sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. Common Foreign and Security Policy, CFSP) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1993. Hún myndaði upprunalega aðra stoðina í stoðaskipulaginu þangað til það var afnumið með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Sameiginlega st...

Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?

Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenf...

Hvaða reglur gilda um verðtryggingu lána í ESB?

Í neytendalögum Evrópusambandsins felst öflug neytendavernd og eru meðal annars lagðar ákveðnar kvaðir á banka og fjármálastofnanir sem veita neytendum lán. Almennir skilmálar neytendalána í aðildarríkjunum hafa verið samræmdir í löggjöf ESB, þar á meðal eru helstu upplýsingar sem neytendur ættu að búa yfir við l...

Var Ísland að undirgangast einhverjar lagalegar skyldur með því að sækja um aðild að ESB?

Ekki verður séð að Ísland hafi tekið á sig nýjar lagalegar skuldbindingar með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarviðræðurnar fara fram í samræmi við ákveðinn samningsramma (e. negotiating framework) þar sem vísað er sérstaklega í 49. grein sáttmálans um Evrópusambandið (e. Treaty on the European Uni...

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Er það rétt að Evrópusambandið banni börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?

Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á...

Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?

Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins sú að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í E...

Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?

Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...

Hvernig er byggðastefna ESB framkvæmd?

Byggðastefnu Evrópusambandsins (e. Regional Policy) er ætlað að auka jafnvægi milli svæða og efla efnahagslega og félagslega samheldni innan sambandsins (174. gr. sáttmálans um starfshætti ESB). Byggðastefnan er framkvæmd með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum sambandsins (e. Structural Funds) sem eiga meðal annars að...

Eru til fordæmi fyrir því að aðildarríki ESB hafi fengið varanlegar undanþágur frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans?

Þónokkrar undanþágur voru veittar frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans sem var undirritaður 13. desember 2007 og gekk í gildi 1. desember 2009. Þar er um að ræða undanþágur frá ákvæðum sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (Charter of Fundamental Rights), ákvæðum á sviði skattastefnu, og loks málefna er var...

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defence Policy, CSDP) er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Fyrri stefna, Evrópska stefnan í öryggis- og varnarmálum (e. European Security and Defence Policy, ESDP), var samþykkt á leiðtogafundi í Köln á...

Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?

Í samningi Króata um aðild að Evrópusambandinu er ekki að finna neitt ákvæði um algjörlega varanlega undanþágu frá sáttmálum, lögum og reglum sambandsins. Samið var um eina sérlausn, vegna sérstakra landafræðilegra aðstæðna í Króatíu, en hún er skilyrðisbundin. Af gögnum málsins verður ekki séð með óyggjandi hætti...

  • Síða nr. 1 2

Leita aftur: