Spurning

Schengen-ríkin

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Schengen-samstarfið hófst árið 1995. Markmið samstarfsins er tvíþætt: Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðana. Hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum þátttökuríkjanna.

Í dag eru tuttugu og sex ríki fullir þátttakendur í Schengen–samstarfinu en þau eru öll EFTA-ríkin og aðildarríki ESB að undanskildu Bretlandi, Búlgaríu, Írlandi, Króatíu, Kýpur og Rúmeníu (sjá töflu). Fimm síðastnefndu ríkin stefna þó að fullri aðild.

Schengen-ríkin
ESB-ríkin Austurríki
Lúxemborg
Belgía
Malta
Danmörk
Pólland
Eistland
Portúgal
Finnland
Slóvakía
Frakkland (og Mónakó)
Slóvenía
Grikkland
Spánn
Holland
Svíþjóð
Ítalía Tékkland
Lettland Ungverjaland
Litháen Þýskaland
EFTA-ríkin Ísland Noregur
Liectenstein Sviss

Búlgaría og Rúmenía sóttu um aðild að Schengen-samstarfinu árinu 2010 en var hafnað. Fulltrúar Finnlands og Hollands beittu neitunarvaldi gegn aðild ríkjanna tveggja en þeir töldu landamæraeftirliti ríkjanna vera of ábótavant til að þau gætu orðið hluti af Schengen-svæðinu. Ísland hefur verið þátttakandi í Schengen-samstarfinu frá 25. mars 2001.
Við þetta svar er engin athugasemd Fela