Spurning

Námskeið um Evrópusambandið

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Í nóvember eru á döfinni margvísleg námskeið um Evrópusambandið.

Á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, í samvinnu við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, verða haldin tvö námskeið um Evrópusambandið í mánuðinum. Þau eru sérstaklega skipulögð fyrir stjórnendur, sérfræðinga og aðra starfsmenn stjórnsýslu og stofnana ríkis og sveitarfélaga sem regluverk Evrópusambandsins hefur áhrif á.

Fyrra námskeiðið Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB verður haldið að morgni fimmtudagsins 15. nóvember. Kennarar eru Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ, og Högni Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Nánari upplýsingar og námskeiðslýsingu er að finna á heimasíðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Seinna námskeiðið Evrópuréttur - Áhrif grundvallarreglna ESB og EES-samningsins á íslenska stjórnsýslu og íslenskar lagareglur verður haldið föstudaginn 23. nóvember. Kennari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Nánari upplýsingar og námskeiðslýsingu er að finna á heimasíðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum er heiti námskeiðs sem haldið verður á vegum Evrópustofu, upplýsingamiðstöðvar Evrópusambandsins á Íslandi, í þremur hlutum, 14., 21. og 28. nóvember. Kennari er Auðbjörg Ólafsdóttir stjórnmálafræðingur og hagfræðingur og starfsmaður Greiningar Íslandsbanka. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á Evrópumálum og þjóðmálum almennt og er engrar sérþekkingar krafist. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur12.11.2012

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Námskeið um Evrópusambandið“. Evrópuvefurinn 12.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70920. (Skoðað 3.5.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela